Final Destination dauðstreymi

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. fagnar 25 ára afmæli Final Destinations kvikmyndaseríunnar og verður með 25 klukkustunda streymi á youtube-rás sinni í dag, mánudaginn 17. mars.

Í stað þess að kalla þetta LIVEstream verður um DEATHSTREAM að ræða og verður rifjuð upp atriði úr fyrri myndum seríunnar, þá m.a. ógleymanlegir dauðdagar úr Final Destination myndunum.

Streymið verður 25 mínútna endurtekning á bestu dauðdögum seríunnar ásamt því að vera m.a. með svokallað fan-engagement til að ákvarða röð á bestu dauðdögum úr Final Destination myndunum. Í streyminu verða sýnd easter-egg brot úr nýjustu myndinni Final Destination: Bloodlines sem er væntanleg í sýningu 15. maí næstkomandi.

Bloodlines er sjötta myndin í Final Destination seríunni. Hinar eru Final Destination (2000), Final Destination 2 (2003), Final Destination 3 (2006), The Final Destination (2009) og Final Destination 5 (2011).

Final Destination: Bloodlines (2025)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Unglingstúlka fær endurteknar martraðir um hrun á turni á sjöunda áratugnum. Hún uppgötvar að martraðirnar eru fyrirboði sem hún erfði frá ömmu sinni. Amman spáði fyrir um fall byggingarinnar og bjargaði lífi marga manna. Áratugum síðar byrjar stúlkan að sjá sýnir af ...