Í sumar voru fljúgandi hákarlar í sviðsljósinu í myndinni Sharknado, en nú er komið að nýrri tegund af ófreskju, risakönguló!
Þessi nýja ófreskja kemur fram í myndinni Big Ass Spider, eða Fáránlega stór könguló í lauslegri þýðingu, en um er að ræða gaman hrollvekju frá leikstjóranum Mike Mendez.
Myndin var heimsfrumsýnd á SXSW hátíðinni í mars sl., en með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Greg Grunberg og Lombardo Boyar, en þeir leika hetjur sem bjarga Los Angeles borg undan risastórri, blóðþyrstri könguló.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Myndin fjallar um hetjur, sem í sjálfu sér líta ekki mjög hetjulega út, meindýraeyði og öryggisvörð sem þurfa að bjarga málum þegar risavaxin könguló sleppur úr tilraunastöð hersins og gengur berserksgang í Los Angeles.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum og á VOD þann 18. október nk.