Endurgerð „Á annan veg“ fær frábæra dóma

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fékk góða dóma hjá gagnrýnendum fyrir kvikmynd sína Á annan veg árið 2011. Bandarískir framleiðendur voru einnig hrifnir af henni og var ákveðið að ráðast í endurgerð. Leikstjórinn David Gordon Green tók við starfinu og fékk til sín leikarana Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkin.

Líkt og venjan er þá ferðast myndir fyrst á kvikmyndahátíðir áður en þær fara í almennar sýningar og eftir að hafa sýnt Prince Avalanche á nokkrum hátíðum þá hafa dómarnir fylgt með í kjölfarið og eru þeir ekki af verri endanum.

Hollywood.com segir að Prince Avalanche sé frábær upplifun. The Hollywood Reporter gefur hinsvegar leikurunum mesta heiðurinn og IndieWire vill meina að þetta sé besta kvikmynd Green.

Prince

Prince Avalanche hefur einnig hampað nokkrum verðlaunum á ferðum sínum um kvikmyndahátíðir og má þar telja Silfurbjörninn sem gefin er fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Prince Avalanche fer í almennar sýningar þann 9. ágúst næstkomandi.