Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar þéttpökkuðu og stórspennandi umfjöllunarefni að þessu sinni. Nú snýr umræðan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér.
Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur.
Þeir lærðu kvikmyndagerð í Los Angeles í Bandaríkjunum en búa og starfa núna á Íslandi og eru einnig með hlaðvarpsþáttinn „Atli og Elías“ sem fjallar um þeirra eigin upplifun af kvikmyndabransanum á Íslandi.
Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér eða í gegnum Spotify að neðan: