Kvikmyndasamsteypan Warner Bros. Pictures Group tilkynnti í dag að allar komandi stórmyndir frá fyrirtækinu verði gefnar út á streymisveitunni HBO Max. Frá þessu var meðal annars greint á vef IndieWire.
Skipulagið hjá Warner Bros. verður út næsta ár með svipuðu sniði og útgáfa Wonder Woman 1984. Sú mynd verður sýnd í kvikmyndahúsum en á sama tíma verður hún aðgengileg á HBO Max, sem er í eigu Warner.
Til stendur að víkka út aðgengið á streymisveitunni árið 2021 en að svo stöddu gildir þetta plan einungis í Bandaríkjunum. Því verður útgáfu flestra komandi stórmynda Warner háttuð öðruvísi í öðrum heimshornum, þangað til annað kemur í ljós.
Eftirfarandi kvikmyndir lenda á HBO Max á sama tíma og þær verða frumsýndar í kvikmyndahúsum:
“The Little Things, “Judas and the Black Messiah,” “Tom & Jerry,” “Godzilla vs. Kong,” “Mortal Kombat,” “Those Who Wish Me Dead,” “The Conjuring: The Devil Made Me Do It,” “In The Heights,” “Space Jam: A New Legacy,” “The Suicide Squad,” “Reminiscence,” “Malignant,” “Dune,” “The Many Saints of Newark,” “King Richard,” “Cry Macho,” og “Matrix 4.”