Tyra Banks er mætt aftur í hlutverki lifandi – dúkkunnar Eve, sem dúkkar nú aftur upp og segir: “Hæ, ég er Eve! Besta vinkona þín!”, við Grace, sem Francia Raisa leikur. Grace er 25 ára gömul og forstjóri leikfangafyrirtækis sem á í miklu basli, en fyrirtækið framleiðir einmitt Eve dúkkuna. Hin lifandi Eve vill hjálpa Grace að koma skikki á hlutina, áður en Grace tekur Eve dúkkurnar endanlega úr framleiðslu.
“Nú þarftu að fara því ég er nokkuð viss um að þú sért galin,” segir Grace við Eve, sem gerir sér lítið fyrir og drekkur bráðið smjör á veitingastað.
En allt fer auðvitað vel að lokum og Eve og Grace verða perluvinkonur.
Banks lék hlutverkið upphaflega í mynd með Lindsey Lohan árið 2000, en að sögn Banks hefur klæðaskápur dúkkunar verið talsvert uppfærður. Dúkkan talar þó enn eins og það sé árið 2000, enda er það mun fyndnara, að sögn Banks.
Peek a boo.
Eve’s coming for you.
Ready for #LifeSize2? 💕 pic.twitter.com/s38AINDMoV— Tyra Banks (@tyrabanks) November 7, 2018
“Það eru nokkur svona plat-atriði, þar sem þú heldur að Eve sé eitt en reynist svo vera hið gagnstæða, þannig að aðdáendur hennar munu segja, “Hey, vá!,” sagði Banks um söguþráð myndarinnar. “En það er margt nýtt, og hún er enn spennt að sjá hluti í fyrsta skipti … meðframleiðandi minn, Stephanie Allain, bjó til plan um þróun myndarinnar og persónunnar frá byrjun til enda, og smátt og smátt verður Eva minna og minna eins og dúkka og meira og meira mannleg, þannig að það sést meira af þeirri þróun en í fyrstu myndinni.”
Life-Size 2 verður frumsýnd 2. desember næstkomandi á streymisveitunni Freeform, sem áður hét ABC Family.
Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stiklu úr myndinni, sem vonandi ratar einn daginn á íslenskar streymisveitur.