Stikla fyrir nýjustu mynd Gerards Butler er komin út, en myndin heitir Olympus has Fallen. Það má óneitanlega segja að það sé ákveðinn Die Hard bragur á stiklunni!
Sjáðu stikluna hér að neðan:
Það verður nóg úrval af myndum af þessari tegund núna á næstunni. Nýja Die Hard myndin er væntanleg núna í lok janúar og einnig er væntanleg mynd Rolands Emmerich, White House Down. Hún fjallar, rétt eins og Olympus has Fallen, um leyniþjónustumann sem lokast inni á heimili forseta Bandaríkjanna þegar hryðjuverkamenn gera árás.
Myndirnar hafa, eðlilega, keppst um að það hver nái því að verða frumsýnd fyrst, svo hún lendi ekki í því að vera talin eftirherma hinnar myndarinnar. Sigurvegarinn í því kapphlaupi varð Olympus has Fallen.
Sögurþráðurinn er þessi: Þegar ráðist er á Hvíta húsið og það hertekið ( Olympus er leyniorðið yfir Hvíta húsið sem leyniþjónustumenn nota ) af hryðjuverkamanni, og forsetanum er rænt, þá er fyrrum lífvörður forsetans, Mike Banning, sem var rekinn með skömm úr leyniþjónustunni, læstur inni í húsinu. Öryggislið forsetans reynir að bregðast við hryðjuverkaárásinni, en neyðist nú til að reiða sig á vitneskju Bannings til að geta náð Hvíta húsinu úr höndum hryðjuverkamannanna, bjargað forsetanum og komið í veg fyrir enn meiri hörmungar.
Hvernig líst ykkur á stikluna, er þetta bara enn ein Die Hard myndin.
Myndin verður frumsýnd 22. mars í Bandaríkjunum en 19. apríl hér á Íslandi.
Aaron Eckhart leikur forsetann en aðrir leikarar eru Morgan Freeman, Dylan McDermott, Ashley Judd, Radha Mitchell, Melissa Leo, Cole Hauser, Rick Yune, Robert Forster og Angela Bassett.
Leikstjóri er Antoine Fuqua.