Tölvuleikjarisinn Activision í samstarfi við kollega sína í Bungie Inc vill meina að nýi skotleikurinn þeirra Destiny: Pathways Out Of Darkness verði stærri og umsvifameiri heldur en Halo.
Activision hefur áður framleitt leikina Skylanders, Call of Duty: Modern Warfare og Call of Duty: Black Ops.
Í Destiny spilar maður hlutverk verndara seinustu borgar á jarðríki gegn utanaðkomandi ógnum. Bungie Inc segir í tilkynningu að leikurinn fjalli um heim þar sem sólkerfið er í molum eftir stríð og gullna öld jarðar sé liðin undir lok. Nú sé tími á upprisu og verndarar seinustu borgar jarðríkis fari í stríð og endurheimti það sem áður var.
Talið er að Destiny verði stærsti leikur næsta árs og er Bungie Inc að sérhanna app sem mun nýtast með leiknum.
Destiny verður gefinn út á PS3 og Xbox 360.
Hér má sjá myndband um Destiny: Pathways Out Of Darkness