Það styttist óðum í næstu Pirates of the Caribbean mynd, Dead Men Tell No Tales, og til vitnis um það, þá hefur ný 8 sekúndna kitla verið sett inn á Twitter reikning myndarinnar, en reikningurinn hefur legið ónotaður síðan árið 2012.
Það er sem sagt eitthvað fjör að færast í leikinn.
En hvað þýðir þetta – er mögulega von á stiklu í fullri lengd?
Kíktu á kitluna:
Four Months. Dead Men Tell No Tales. pic.twitter.com/KVuToE0tjF
— DeadMenTellNoTales (@DisneyPirates) January 27, 2017
Það er í sjálfu sér lítið nýtt hægt að lesa úr kitlunni, nema að eldar brenna, og átök eru í nánd.
Í október sl. var fyrsta kitla úr myndinni birt, en þar fengum við að kynnast sjálfum Captain Salazar, sem er að leita að Jack Sparrow og ætlar greinilega að láta hann finna til tevatnsins.
Þessi fimmta Pirates mynd kemur í bíó 26. maí nk.