Ricky Gervais er mættur á ný í gervi David Brent úr sjónvarpsþáttunum The Office, í fyrstu stiklu fyrir myndina David Brent: Life on the Road.
David Brent, framkvæmdastjóri Wernham Hogg, hefur að mestu legið í dvala síðan þessir geysivinsælu þættir luku göngu sinni með sérstökum jólaþætti árið 2003.
Í stiklunni kemur Brent glaðhlakkalegur inn á skrifstofuna ( sem er reyndar í nýju húsi þar sem hin upprunalega skrifstofubygging í Slough hefur verið jöfnuð við jörðu ), og byrjar að að segja frá nýjum ferli sínum, og nær að gera það á sinn einkar klaufalega hátt.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Brent er í myndinni bæði sölumaður og söngvari og lagahöfundur, og reynir að slá í gegn með hljómsveit sinni Foregone Conclusion, en þeir flytja sígild lög eins og Equality Street og Please Be Kind To The Disabled.
Handritshöfundur og leikstjóri er Gervais sjálfur, en myndin kemur í bíó 19. ágúst nk.