Leikarinn Danny McBride fer með hlutverk son Krókódíla Dundee sem Paul Hogan lék svo eftirminnilega í þremur kvikmyndum á árunum 1986, 1988 og 2001. Myndin sem ber nafnið Dundee: The Son of a Legend Returns Home verður frumsýnd í sumar. Hún mun fjalla um soninn Brian sem er uppalinn í Bandaríkjunum og er mjög frábrugðinn ástralska föður sínum.
Upprunalega myndin fjallaði um Mick “Crocodile” Dundee sem bjó í óbyggðum Ástralíu og rak þar safarí-fyrirtæki. Bandarísk blaðakona býður honum í heimsókn til New York eftir að hann bjargar henni frá krókódíl. Ævintýrin hefjast svo fyrir alvöru þegar Mick fer til stórborgarinnar því hann kann ekki almennilega að fóta sig annars staðar en í villtri náttúrunni.
Þessi fjórða mynd um ævintýri Dundee var tekin upp í leyni og brá því mörgum í brún þegar kynningarstikla myndarinnar var opinberuð í gær. Í stiklunni sjáum við McBride í hlutverkinu þar sem hann leikur á alls oddi með risastóran hníf, en Krókódíla Dundee var þekktur fyrir að hafa alltaf stóran kuta við hendina.
Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan.
https://youtu.be/9cMyvYLPoR0