Charlie Chaplin og mistökin

Allir gera mistök og er þar meistari kvikmyndanna, Charlie Chaplin, engin undantekning. Margir kannast við að sjá mistökin (e. bloopers) úr kvikmyndum og er það víst ekki nýtt af nálinni, ef marka má myndbandið hér að neðan.

chaplin2

Chaplin tók að sér flest burðarhlutverk í kvikmyndum sínum og sá hann um að leikstýra, leika, framleiða, skrifa og einnig gerði hann oft tónlistina. Kóreógrafía var einnig mikilvægur partur í myndum hans og þurfti allt að smella á hárréttri stundu, því grínið snýst allt um góða tímasetningu.

Í þessu tæplega fimm mínútna myndbandi sjáum við Chaplin reyna ýmsar kúnstir, sem oftar en ekki fóru úrskeiðis.

Fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd kom út árið 1921 og hét The Kid og sló hún rækilega í gegn og eftir það lá leiðin upp á við og fljótt varð hann einn þekktasti leikari heims og sá fyrsti sem sameinaði grín og drama.