Leikstjórinn og tónlistarunnandinn Cameron Crowe, maðurinn á bakvið myndir á borð við Almost Famous og Vanilla Sky, ætlar að frumsýna nýjustu mynd sína samtímis um allan heim þann 20. september. Um er að ræða heimildarmynd um hljómsveitina Pearl Jam og í tilefni tuttugu ára starfsafmælis sveitarinnar verður myndin afhjúpuð svo allir geti séð hana á sama tíma, en aðeins einu sinni.
Myndin rekur sögu sveitarinnar frá stofnun hennar 20. september 1991 allt til dagins í dag. Farið er í gegnum hæðir og lægðir hljómsveitarinnar en ferill sveitarinnar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Myndin er sett saman úr yfir tólf hundruð klukkustundum af áður óséðu efni sem geriri hana að dýpsta og merkasta minnisvarða sem gerður hefur verið um Pearl Jam. Miðasala er hafin og verður sýningin í Háskólabíói, þriðjudaginn næsta kl. 20:00.
Aðeins 300 miðar og geta Pearl Jam unnendur nálgast slíka hér.