Call Of Duty: Black Ops II – Vídeógagnrýni

Kvikmynda – og tölvuleikjavefsíðan Nörd norðursins heldur áfram að birta tölvuleikjarýni hér á kvikmyndir.is. Síðustu tveir dómar frá þeim hafa verið í formi texta, en nú breyta þeir útaf vananum og birta vídeógagnrýni.

Leikurinn sem Nörd norðursins tekur fyrir í þetta sinn er metsöluleikurinn Call of Duty: Black Ops II sem er nýkominn út.

Dómarinn segir að leikurinn sé stórgóður og vel heppnaður fyrstu persónu skotleikur, en menn eigi ekki að kaupa sér Black Ops 2 ef þeir eru á höttunum eftir nýjungum. Einnig segir hann að líkja megi Call of Duty seríunni við uppáhalds samlokuna þína.

Horfið á gagnrýnina hér að neðan:

Einkunn: 8

Hægt er að lesa meira á Nordnordursins.is