Eitt atriði í stuttseríunni American Crime Story: The People v. O.J. Simpson, hafði svo mikil áhrif á Óskarsverðlaunaleikarann Cuba Gooding Jr. is að hann brotnaði saman og fór að gráta.
Gooding Jr., sem er 47 ára gamall, sagði vefsíðunni The Daily Beast, að þetta hefði gerst þegar hann var að leika í atriði þar sem verið var að jarða Nicole Brown, eiginkonu O.J. Simpson, en Simpson var kærður fyrir að myrða Brown. Gooding Jr. leikur O.J. Simpson í þáttunum.
„Ég brotnaði niður og grét í hjólhýsinu mínu,“ sagði Gooding Jr. “ Ég horfði á sjálfan mig í speglinum og hugsaði: „Hvað er í andskotanum er á seyði? Afhverju ertu svona tilfinninganæmur?“
Hann sagði að tilfinningarnar hefðu borið hann ofurliði af því að hann hafi „orðið sakbitinn“ af því að hann hafði ekki gefið þessu máli, og því sem fjölskyldurnar gengu í gegnum, mikinn gaum þegar morðréttarhöldin fóru fram á miðjum tíunda áratug síðustu aldar.
Þegar hann er spurður að því hvort hann telji persónulega að Simpson hafi verið sekur um morðið á Brown, segir Gooding Jr. að hans skoðun hefði ekki mátt vera til staðar í huga hans þegar hann var að taka upp atriðið, svo það kæmi ekki niður á leik hans.
„Mitt starf er að hugsa ekki um það,“ sagði leikarinn og sagði að slíkt myndi alltaf hafa áhrif á túlkunina og útkomuna í myndinn.
Serían er alls 10 þættir og er byggð á metsölubók Jeffrey Toobin, The Run of His Life: The People v. O.J. Simpson.
Cuba Gooding Jr. leikur þar fyrrum ruðningsstjörnuna sem ásökuð var um að myrða eiginkonu sína Nicole Simpson og vin hennar Ron Goldman, en eftir löng réttarhöld sem vöktu mikla athygli var Simpson sýknaður.
Aðrir leikarar í seríunni eru meðal annars John Travolta og David Schwimmer.
American Crime Story: The People v. O.J. Simpson, verður sýnd á FX sjónvarpsstöðinni á næsta ári.