Bransadagar hjá IceDocs handan við hornið

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram á Akranesi dagana 17.-21. júlí. 

Dagskrá hátíðarinnar í heild má skoða hér, en að neðan má sjá hvernig bransadagskrá hátíðarinnar lítur út.

Föstudagur

10:00 Marta Andreu – 3 Layers: Masterklassi á netinu. Hlekkur á icedocs.is. Sendið póst á icedocs@icedocs.is fyrir frekari upplýsingar.

12:15 Hádegisspjall: Helle Hansen leiðir umræður með gestum hátíðarinnar. Spjallborðin eru þrjú og dagskrá hvers og eins er birt á icedocs.is.

14:00 Að skrifa um heimildamyndir: Vladan Petkovic er reyndur blaðamaður, gagnrýnandi og dagskrárgerðarmaður. Hann skrifar ma. fyrir Cineuropa og Screen International. Hann er forstöðumaður fræðslu hjá GoCritic!, nýlegs fræðsluátaks í samstarfi við Cineuropa. Vladan mun fjalla um allt sem þarf að hafa í huga við skrif um heimildamyndir.

15:00 Kvikmyndamiðlun fyrir börn og unglinga: Niki Padidar er leikstjóri með mikla reynslu af því að vinna skapandi vinnu fyrir börn og unglinga. Niki mun fjalla um störf sín sem dagskrárstjóri barnadagskrár hjá IDFA og hvernig verkefni geta náð til yngri áhorfendahópa.


Laugardagur

11:30 Hádegisspjall: Helle Hansen leiðir umræður með gestum hátíðarinnar. Dagskrá dagsins er birt á icedocs.is.

13:20 Samframleiðsla: Viktor Ede, meðstofnandi Cinephage Productions, er reynslumikill framleiðandi og ritstjóri. Hann sérhæfir sig í alþjóðlegum samframleiðslum og heimildamyndum ætluðum alþjóðlegum markaði. Hann mun tala um þrjú ólík verkefni sem hann hefur framleitt og gefa innsýn í mismunandi leiðir til samframleiðslu með frönskum framleiðanda.

15:30 KvikmyndasýningBody eftir Petra Seliskar.

17:10 Samtal um kvikmyndagerð: Leikstjórinn Petra Seliskar vann að gerð nýjustu myndar sinnar í 20 ár og viðfangsefni myndarinnar var besta vinkona hennar. Hvernig skal takast á við slíkt verkefni og hvað tekur við þegar myndin er komin í sýningar? Petra ræðir við Helle Hansen eftir sýningu á Body í Bíóhöllinni.


Sunnudagur

12:00 Hádegisspjall: Helle Hansen leiðir umræður með gestum hátíðarinnar. Spjallborðin eru þrjú og dagskrá hvers og eins er birt á icedocs.is.

13:50 Sala og dreifing heimildamynda: Stephanie Fuchs, sölustjóri hjá Autlook Filmsales, gefur okkur innsýn í störf sín við kaup og sölu heimildamynda. Hvernig á að finna samstarfsaðila sem hentar verkefnum og búa til áætlanir sem miða að því að finna verkefnum farveg á hátíðum?

15:20 KvikmyndasýningDisturbed Earth eftir Kumjana Novakova

16:30 Samtal um kvikmyndagerð: Kumjana Novakova og Salka Guðmundsdóttir. Leikstjórinn Kumjana Novakova er þekkt fyrir tilraunakenndan frásagnarstíl sinn sem hefur djúpstæð áhrif á áhorfendur mynda hennar. Í þessu spjalli ræðir hún við Sölku Guðmundsdóttur um sköpunarferli mynda sinna og mikilvægi þess að miðla sögum áfram til komandi kynslóða. Viðburðurinn fer fram í Bíóhöllinni að lokinni sýningu á Disturbed Earth.