Sambíóin

Sambíóin Álfabakka

alfab_shift

Sambíóin Álfabakka var byggt árið 1982 og er eitt fullkomnasta kvikmyndahús á landinu, eins og fram kemur á vef bíóanna.
Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á Norðurlöndum sem var búið THX hljóðkerfinu. Bíóið var fyrst kvikmyndahúsa á Íslandi til að bjóða uppá frumsýningar nýrra kvikmynda og oft voru sannkallaðar Evrópufrumsýningar.

Önnur kvikmyndahús á þessum tíma buðu uppá kvikmyndir sem voru orðnar tveggja ára eða eldri. SAMbíóin Álfabakka brutu margar hefðir sem fyrir voru þegar það var opnað og má segja að með tilkomu þess hafi bíómenning á Íslandi byrjað fyrir alvöru.

Sambíóin Álfabakkka er í dag búið 6 kvikmyndasölum. Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið sem bauð upp á lúxus VIP sal, búinn þægilegum rafdrifnum sætum. Lúxussalurinn var vígður í ágúst árið 2001

Sambíóin Álfabakka

Salir 6
Sætafjöldi 948

Heimilisfang:
Álfabakki 8
Sími 575 8900
fax 587 8910
Netfang: alfabakki@samfilm.is

Sambíóin Egilshöll

Salir 4
Sætafjöldi 841

Heimilisfang:
Fossaleyni 1
Sími 575 8900
Sambíóin Egilshöll á Facebook/Egilsholl
Netfang egilsholl@samfilm.is

Sambíóin Kringlunni

Sambíóin Kringlunni var byggt árið 1996 og var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem byggt var inn í verslunarmiðstöð. Fyrirmyndin var sótt til Bandaríkjanna og Bretlands. Kvikmyndahúsið er búið nokkrum sýningarsölum.

SAMbíó Kringlunni var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem bauð uppá THX hljóðkerfi í öllum sölum. Sambíóin Kringlunni var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem bauð uppá DIGITAL bíósýningar.

Það eru númeruð sæti og bilið milli sætanna er með því mesta sem boðið er upp á á Íslandi.

Í lok árs 2022 var ráðist í gagngerar endurbætur á bíóinu. Eftir breytingarnar varð opnunartími lengri en víða annars staðar en sýningar hefjast fyrr á daginn og um helgar verður boðið upp á morgunbíó.

Þá var tekinn í notkun glænýr og glæsilegur Lúxussalur sem mun bjóða upp á það allra besta sem völ er á þegar kemur að hljóð- og myndgæðum. Salurinn kemur til með að rúma 70 manns. Sætin verða fyrsta flokks með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér og einnig mun salurinn luma á nýjung hér á landi þegar kemur að bíóupplifun en fremst í salnum verða legusæti þar sem virkilega er hægt að láta fara vel um sig líkt og í sófanum heima. Aftast í salnum verður svo að finna sérstök parasæti eða „private panel“ þar sem pör geta legið þétt saman og notið sýningarinnar.

Salir 4
Sætafjöldi 685 ( tölur fyrir endurbætur)

Heimilisfang:
Kringlunni 4-6
Sími 575 8900
Netfang: kringlan@samfilm.is

Sambíóin Akureyri

Sambíóin á Akureyri er tveggja sala bíó sem tekur tæplega þrjú hundruð manns í sæti. Það er í hinu fornfræga húsi Nýja Bíó við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið var byggt árið 1929 og var þar rekið kvikmyndahús í áratugi. Því var svo breytt í vinsælan skemmtistað undir nafninu 1929. Árið 1995 stórkemmdist húsið í miklum eldsvoða og rekstri var hætt. Þremur árum seinna var bíóið opnað aftur og þá undir nafninu Nýja Bíó. Árið 2000 kaupir svo SAMfélagið reksturinn og Sambíóin á Akureyri verða til.

Salir 2
Sætafjöldi 282

Heimilisfang:
Ráðhústorg 8
Sími 575 8900
Netfang akureyri@samfilm.is

Sambíóin Keflavík

Sambíóin Keflavík voru fyrsta Sambíóið, byggt 1941 af Eyjólfi Ásberg. Sambíóin Keflavík er búið 2 sölum. Salur 1 var endurreistur árið 1998 og salur 2 var byggður 2001

Salir 2
Sætafjöldi 271

Heimilisfang:
Hafnargata 33
Sími 575 8900
Netfang: keflavik@samfilm.is