Bíó Paradís fær styrk en RIFF ekki

hrönnMenningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að styrkja ekki Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, en veita frekar Heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís átta milljóna styrk til að halda sína eigin kvikmyndahátíð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Í blaðinu segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF að þetta hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn í samtali við Morgunblaðið.

Annars staðar í blaðinu segir að Menningar – og ferðamálaráð hafi samþykkt tillögur að samningsgerð við Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís ses. til eins árs vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2014.

Það gætu því orðið tvær kvikmyndahátíðir í borginni á næsta ári.

Stikk: