Bílagengið talar – Nýtt myndband

Frumsýning bílahasarsins Fast and Furious 6 nálgast nú óðum, en síðasta mynd, Fast Five, þótti sérlega vel heppnuð og hleypti nýju lífi í seríuna.

Nú er komin ný stuttmynd ( featurette ) með sýnishornum úr myndinni og viðtölum við helstu leikarana. Skoðaðu myndina hér að neðan:

Sagan í myndinni er eitthvað á þessa leið: Síðan síðasta rán þeirra Dom ( Diesel ) og Brian ( Walker ) og félaga, velti veldi glæpaforingja úr sessi, og þau löbbuðu í burtu með 100 milljónir Bandaríkjadala í ránsfeng, hafa hetjurnar okkar dreift sér hingað og þangað um heiminn.

Þau geta ekki snúið aftur heim til Bandaríkjanna og þurfa að gæta sín við hvert fótmál. Þetta hefur ekki fært þeim hamingju í lífinu.


Á sama tíma hefur Hobbs ( Johnson ) verið á hælunum á samtökum illa innrættra bílaglæpamanna, í gegnum 12 lönd, en aðstoðarmaður höfuðpaursins ( Evans ), er gömul ástkona Dom, sem hann hélt að væri látin, Letty ( Rodriguez).

Eina leiðin til að stöðva gengið er að sigra þau á götunni, þannig að Hobbs leitar til Dom og biður hann um að safna úrvalsliði sínu saman í London.

Að launum fá þau sakaruppgjöf þannig að þau geti snúið aftur til Bandaríkjanna og verið með fjölskyldum sínum á nýjan leik.

The Fast And Furious 6 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 24. maí nk.