Upphitun Stockfish – evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2015 hefst á morgun í Bíó Paradís með sýningu kvikmyndanna sem voru í gær tilnefndar til Eddunnar, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem bestu íslensku kvikmyndirnar. Þrjár myndir voru tilnefndar að þessu sinni; París Norðursins, Vonarstræti og Borgríki 2: Blóð hraustra manna.
Allir áhugasamir um íslenska kvikmyndagerð og sér í lagi meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar eru hvattir til að mæta og sjá kvikmyndirnar í bestu gæðum í Bíó Paradís.
Sýningartímarnir eru:
París norðursins – fimmtudaginn 5. febrúar kl. 18:00 í sal 2.
Borgríki 2 : Blóð hraustra manna – fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20:00 í sal 2.
Vonarstræti – föstudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í sal 1.
Á sama tíma verður hægt að kynna sér efnisskrá og viðburði Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem hefst þann 19. febrúar og stendur til 1. mars. Í tilefni hennar er von þekktum verðlaunaleikstjórum og alþjóðlegu kvikmyndagerðarfólki til landsins, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði, fyrirlestra og vinnustofur fagfólks í tengslum við hátíðina.