Í tilefni af frumsýningu myndarinnar The ABCs of Death 2, sem inniheldur samansafn af hrollvekju-stuttmyndum, þá valdi hver hinna 29 leikstjóra myndanna sína uppáhalds dauðasenu.
Að deyja á hvítatjaldinu er sannarlega mikil list, enda getur enginn miðlað þar af eigin reynslu, heldur þarf að leika af fingrum fram. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi þá eru dauðarnir misjafnir að gerð, og úr margskonar myndum, hrollvekjum, vestrum, drama, ævintýramyndum, osfrv. Sumir eru verulega ógeðslegir, þar sem blóðið spýtist, en aðrir hófstilltari.
Sjáðu dauðana hér fyrir neðan. Myndbandið er ALLS EKKI FYRIR BÖRN EÐA VIÐKVÆMA!
Myndin The ABCs of Death 2 er hrollvekju samansafn þar sem hver og einn stafur stafrófsins stendur fyrir eina stuttmynd sem sýnd er í myndinni.
Hér fyrir neðan er stikla úr myndinni – en hún ER ALLS EKKI FYRIR BÖRN NÉ VIÐKVÆMA!
Hér fyrir neðan er listi yfir þær myndir sem dauðasenurnar eru úr:
Contraband
Theatre Of Blood
The Terminator
Raiders Of The Lost Ark
Alien
Once Upon A Time In The West
Hidden (Cache)
Sometimes A Great Notion
Scarface
Men Behind The Sun
King Kong
Blue Velvet
Titanic
House (Hausu)
The Stepfather
Le Trio Inferno
Top Secret
Songs from the Second Floor (Sånger från andra våningen)
The Deer Hunter
Let The Right One In
Death Proof
Suicide Club
Robocop
The Lion King
Shogun Assassin
Jaws
The Dark Knight Rises
The Fury
Hard Core Logo