Farelly-bræðurnir eru nú að vinna að draumaverkefninu sínu um þrjár þekktustu gamanmyndapersónur allra tíma: The Three Stooges. Myndin er búin að vera í rúman áratug í framleiðslu og hefur söguþráður myndarinnar breyst heilmikið í gegnum árin, en upphaflega var grínistinn Jim Carrey áætlaður sem einn aðaleikari myndarinnar ásamt Benicio Del Toro og Sean Penn. Nú eru það Will Sasso sem Curly, Chris Diamantopoulos sem Moe og Sean Hayes í hlutverki Larrys. Fyrsta plakatið var kynnt núna um helgina en það sýnir ekki mikið(smellið á plakatið til að sjá stærri útgáfu).
Bakkabræðurnir eru væntanlegir í Apríl á næsta ári og verður spennandi að sjá hvort að langa biðin var þess virði.