Átakanleg stikla úr Vonarstræti

Önnur stikla úr kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z, var frumsýnd á mbl.is fyrr í dag. Vonarstræti fjallar um þrjá ólíka einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu.

vonarstraeti

Þorsteinn Bachman leikur Móra, sem er fyllibytta og rithöfundur og hefur nýlokið við að skrifa sjálfævisögu sína. Hann berst við fortíðardrauga í leit að fyrirgefningu við hinu ófyrirgefanlega. Hera Hilmars leikur Eik, sem er ung móðir og leikskólakennari og er flækt inn í vændi til að geta séð fyrir sér og dóttir sinni. Þorvaldur Davíð leikur Sölva, sem er frægur fyrrum knattspyrnumaður og virðist vera á réttri leið í viðskiptaheiminum áður en allt fer til helvítis.

Í þessari átakanlegu stiklu fáum við að sjá betur inn í líf þeirra einstaklinga sem eiga sér öll eitthvað að fela. Blákaldur raunveruleikinn er hafður að leiðarljósi og er hvergi skafað af hlutunum.

Vonarstræti verður frumsýnd 16. maí næstkomandi.