Finnski kvikmyndaleikstjórinn Mika Kaurismaki segist í mynd sinni Fimmtudagurinn langi, sem frumsýnd verður á hátíðarsýningu í Smárabíói 27. mars nk. kl. 19, hafa viljað segja frá ástum eldri karls og konu á hlýjan og einfaldan hátt, án nokkurs konar væmni. „Það var nautn að vinna með frábærum leikurum sem tekið höfðu hlutverkið inn á sig í minnstu smáatriðum. Við gerð Fimmtudagsins langa gekk allt upp hjá mér,“ segir Kaurismaki í fréttatilkynningu frá Smárabíói.

Myndin fjallar um gamlan skógarbónda í verslunarleiðangri sem finnur konuangan af Saimi en ilmurinn af henni er nákvæmlega eins og hún á að vera og hann er í sjöunda himni. Maðurinn á innst inni erfitt með að trúa að honum geti liðið eins og yngissveini aftur. Hann verður að viðurkenna að hann nýtur þess að vera með Saimi. Orðin, augnaráðið og snertingin við aðra manneskju leysa úr læðingi tilfinningar sem voru honum löngu glataðar.
Gamall maður í verslunarleiðangri finnur konuangan af Saimi en lyktin af henni er nákvæmlega eins og hún á að vera og hann er í sjöunda himni. Maðurinn á innst inni erfitt með að trúa að honum geti liðið eins og yngissveini aftur. Hann verður að viðurkenna að hann nýtur þess ...
Sonum hans kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Þeir öfunda jafnvel föður sinn og treysta ekki Saimi. Hver veit, kannski er hún á höttunum eftir arfinum? Fjölskyldufundir, misskilningur, sundsprettur í tunglskininu, svefnvana nætur. Ástin getur jafnvel borað sig í gegnum elstu flannelskyrtur.
Mika Kaurismaki leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur frumsýninguna.
Hafa notið vinsælda
Í tilkynningunni segir að myndirnar um hinn aldna Grump hafi notið mikilla vinsælda hér á landi og í upprunalandinu, Finnlandi. Bækurnar eru gerðar eftir metsölubókum Tuomas Kyrö. Í nýjustu myndinni verður Grump, sjálfum sér til mikillar undrunar, ástfanginn af listakonunni Saimi. Synir Grumps eru ekki jafn ánægðir. Þeir vilja koma föður sínum á hjúkrunarheimili, en Grump er með önnur áform.
Markaði tímamót
Í tilkynningunni er sagt frá leikstjóranum og sagt að hann hafi markað tímamót í finnskri kvikmyndagerð með fyrstu mynd sinni í fullri lengd „Hinir einskisverðu“ snemma á níunda áratugnum. „Hann hefur um áratugaskeið verið þekktur fyrir fjölbreyttar myndir og hingað til lokið við 40 myndir. Hann hefur leikstýrt þekktum myndum eins og „Meistari Cheng“ (2019), „Los Angeles án landakorts“ (1998), „Uppvakningurinn og draugalestin“ (1991), þar sem glöggt kemur fram hve fjölhæfur hann er og mikill sögumaður. Myndir eftir hann fjalla oft um mannleg samskipti, árekstur menningarheima og kyndugan hvunndagsleikann með sérstöku sjónrænu lagi og lunkinni kímnigáfu. Fyrir utan leiknar myndir hefur Mika Kaurismäki líka leikstýrt þó nokkrum heimildarmyndum, svo sem „Mamma Afríka“ um Miriam Makeba (Vann til áhorfendaverðlauna á Berlínarhátíðinni árið 2012),„Brasileirinho“ (2005) og „Tigrero – myndin sem aldrei var gerð“ með Samuel Fuller og Jim Jarmusch (Vann alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á Berlínarhátiðinnii árið 1995).“