Óskarstilnefningarnar voru tilkynntar á þriðjudaginn og eins og gerist á hverju ári, þá voru sumir skildir útundan. Allir hafa sínar skoðanir á því sem á ekki heima þarna, því sem vantar og hvaða leikarar áttu fremur skilið að vera tilnefndir fram yfir aðra.
Vefsíðan The Shiznit (alveg rétt!) ákvað að flippa aðeins með helstu Óskarsmyndirnar í ár með því að sýna okkur hvað þær ættu í rauninni að heita. Skrollið í gegnum þetta (og takið vel eftir öllu sem stendur, ekki bara titlunum). Þetta lýsir sér nefnilega nokkurn veginn sjálft og það er aldrei að vita nema maður sé nokkuð sammála sumu þarna. Mikilvægasta spurningin er samt þessi:
Hvaða titill á best við?