Aldrei jafn mikil vandræði og nú

Markaðsdeild Smárabíós hefur aldrei lent í jafn miklum vandræðum með að fjalla um nokkra kvikmynd eða auglýsa á samfélagsmiðlum og nú vegna myndarinnar The Apprentice. Nánast hver einasta auglýsing hefur verið bönnuð eða slökkt á svo til samstundis.

Þetta kemur fram tilkynningu frá Smárabíói.

Myndin fjallar um uppruna forsetans fyrrverandi og forsetaframbjóðandans Donalds Trump og segir sögu hans frá því hann var metnaðarfullur athafnamaður og þar til hann varð einn umdeildasti maður heims. Lögð er áhersla á ýmis sambönd hans við fjölskyldumeðlimi, svo sem bróður hans, eiginkonuna Ivönu Trump og afhjúpaðar eru ákveðnar upplýsingar um tilurð Trumps veldisins með nýjum og óvæntum hætti.

Á viðkvæmu stigi

„Nú þegar kosningar í Bandaríkjunum eru handan við hornið er auðvitað þessi tímasetningin á myndinni á viðkvæmu stigi og sagan ekki síður. The Apprentice dregur fram hliðar á persónu og viðskiptaháttum Trumps sem geta vissulega breytt sýn almennings á frambjóðandann.“

The Apprentice (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 82%

Ungur Donald Trump, ákafur í að skapa sér nafn í New York á áttunda áratug síðustu aldar, fær handleiðslu frá Roy Cohn, grjóthörðum lögfræðingi sem hjálpaði til við að skapa manninn eins og við þekkjum hann í dag. Cohn sér í Trump hinn fullkomna skjólstæðing - mann ...

Í tilkynningu bíósins segir að hér fái fólk einstaka innýn í líf forsetaframbjóðandans. Fullyrt er að þetta sé mynd sem Donald Trump sjálfur vildi ekki að yrði sýnd og búið væri að gera margt til að reyna að koma í veg fyrir að myndin fari í dreifingu.

The Apprentice verður frumsýnd nú á föstudaginn, 1. nóvember.