Varð mjög spenntur fyrir Kulda eftir að hafa lesið bókina

Kuldi, glæpamynd sem gerð er eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur er væntanleg í bíó 1. september næstkomandi og óhætt er að segja að spennan sé farin að magnast.

Myndinni er leikstýrt af hrollvekjuleikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen en hann hefur áður gert stuttmyndina Child Eater, 14 mínútna löng hryllingsmynd sem hann gerði þegar hann var í kvikmyndanámi í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug. Síðan hefur hann gert nokkrar stuttmyndir auk tveggja kvikmynda í fullri lengd, Child Eater og Rökkurs.

Langur aðdragandi

Erlingur segir í samtali við Morgunblaðið að aðdragandinn að Kulda hafi verið langur. Hann segir að í kjölfar frumsýningar á Rökkri árið 2017 hafi Sigurjón Sighvatsson framleiðandi Kulda haft samband og þeir rætt um Kulda sem kvikmynd. „Eftir að hafa lesið bókina sagði ég honum að ég væri mjög spenntur og hefði ákveðnar hugmyndir um hvernig gott væri að yfirfæra bókina í kvikmyndahandrit. Þar með hófst samstarf okkar.“

Markvisst af stað

Þá segir hann í viðtalinu að verkið hafi verið tímafrekt en vinnan hafi farið markvisst af stað árið 2021. „Síðan ég var krakki hafa spennumyndir og hrollvekjur verið mitt áhugasvið og þessi mynd fellur vel inn í þann jarðveg,“ segir Erlingur í Morgunblaðinu um Kulda.

Kuldi (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8

Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans....

Tilnefnd til sex Edduverðlauna.

Hann segir skemmtilegt en um leið erfitt að vinna handrit upp úr bók. Sagan liggi fyrir og það auðveldi verkið. „Yrsa er frábær í plottum og hnýtir alla hnúta mjög vel, allt gengur upp.“

Erlingur segir jafnframt að á ákveðnum tímapunkti hafi Yrsa lesið plottið yfir og lagt blessun sína yfir það.

Sjáðu stikluna hér að neðan: