Hefndin snýr heim

Eftir að hafa þrætt kvikmyndahátíðirnar á síðasta ári við góðan orðstír, fyrst Cannes og þá Toronto, Chicago, AFI og nú næst Sundance síðar í þessum mánuði, er hefnitryllirinn Blue Ruin eftir Jeremy Saulnier á leið í almennar sýningar í kvikmyndahúsum nú í vor í Bandaríkjunum.

Screen-Shot-2013-09-05-at-5.58.36-PM-620x297

Myndin fjallar um mann sem snýr á heimaslóðir til að hefna sín og vernda fjölskylduna sem hann skildi eftir.

Myndin hefur fengið góða dóma gagnrýnenda en sjón er sögu ríkari og hér fyrir neðan er stikla úr myndinni og plakat þar fyrir neðan:

blue_ruin