Eins og við höfum sagt frá áður hér á síðunni þá eru hákarlamyndir í tísku þessi misserin, og koma þær út í löngum röðum, mis trúverðugar, eins og gengur og gerist.
Sú allra nýjasta heitir Sky Sharks, eða Hákarlar háloftanna í lauslegri þýðingu, en í henni eigast við uppvakningar úr röðum bandarískra hermanna og samskonar fyrirbæri úr röðun nasista, fljúgandi á hákörlum!
Sagan er eitthvað á þessa leið: djúpt undir íshellu suðurskautsins uppgötvar teymi vísindamanna gamla rannsóknarstofu Nasista, þar sem skuggalegar rannsóknir voru framkvæmdar. Óafvitandi þá leysa þeir úr læðingi skelfilegt vopn sem Þjóðverjar unnu að í Seinni-heimsstyrjöldinni, genabreytta hákarla sem gátu flogið, en flugmennirnir voru uppvakningar. Það eina sem getur stöðvað þá, og bjargað heiminum, er hersveitin Dead Flesh Four, eða Dautt hold fjögur í lauslegri þýðingu, sem sett er saman úr endurreistum bandarískum hermönnum sem dóu í Víetnamstríðinu.
Myndin er væntanleg í bíó haustið 2017.
Sjáðu fyrstu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og nokkur plaköt þar fyrir neðan: