Vinkonurnar og gamanleikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler leika saman á ný í gamanmyndinni Systrum, eða Sisters. Fyrsta stiklan kom út í dag, en vinkonurnar leika, eins og nafn myndarinnar gefur til kynna, systur.
Leikstjóri er Jason Moore ( Pitch Perfect ). Myndin segir frá tveimur systrum sem voru búnar að missa tengsl við hvora aðra, en hittast á ný til að ná í gamla dótið sitt, þegar foreldrar þeirra selja æskuheimilið.
Til að endurupplifa gamla tíma þá halda þær eitt stórt partý í miðskólastíl fyrir gömlu skólafélagana, sem að sjálfsögðu fer allt úr böndunum.
Aðrir helstu leikarar eru Maya Rudolph, Ike Barinholtz, John Leguizamo, Dianne Wiest, John Cena og James Brolin.
Myndin er væntanleg í bíó 18. desember nk.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: