Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey fer með aðalhlutverkið ásamt japanska leikaranum Ken Watanabe í kvikmyndnni The Sea of Trees eftir Gus Van Sant.
Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til Aokigahara-skógarins í Japan. Skógurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll staður fyrir fólk sem vill binda endi á eigið líf og er jafnan kallaður „Sjálfsmorð-skógurinn“ í heimalandinu.
Mennirnir hittast þar í þeim tilgangi að fremja sjálfsmorð en á ferðalagi sínu saman um skóginn lenda mennirnir í ýmsum ævintýrum sem fær þá til að meta lífið að nýju og endurhugsa ákvarðanir sínar.
Hér að neðan má sjá nýtt myndbrot úr The Sea of Trees, sem verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.