Íslensk ástarsaga heillaði áhorfendur

Reykjavík Shorts&Docs lauk í gær og voru áhorfendaverðlaun veitt fyrir bestu íslensku stutt- og heimildamyndina.

Fyrstu verðlaun að þessu sinni hlaut Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir fyrir mynd sína Holding Hands For 74 Years. Myndin fjallar um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu en sagan hefst í Reykjavík 1939. Það er einstakt að eiga sama lífsförunaut svo lengi og fáir fá að verða þeirrar gæfu og ástar aðnjótandi að haldast í hendur í 74 ár.

holdinghands

Önnur verðlaun hlaut Sker í leikstjórn Eyþórs Jóvinssonar og í þriðja sæti var myndin Leitin af Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.

Þetta var í fyrsta sinn sem áhorfendaverðlaun eru veitt á hátíðinni en alls kepptu 11 íslenskar stuttmyndir og stuttar heimildamyndir um verðlaunin. Að venju var áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga voru fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.