Fyrirtæki Baltasars Kormáks og Daða Einarssonar, RVX, hefur sett myndband á netið þar sem sýnt er frá því hvernig myndbrellurnar í kvikmyndinni 2 Guns voru gerðar.
RVX (áður Framestore) eru meðal þeirra fremstu í sínum geira og stýrði Daði m.a. myndbrellum fyrir kvikmyndina Gravity, sem hefur sópað að sér verðlaunum.
Myndbandið sýnir þá ótrúlegu vinnu sem fer í að búa til myndbrellur og má þar helst nefna þegar tölvugerð þyrla hrapar á jörðina.