Ný risaeðla í Jurassic Park 4

jurassic_park_1Colin Trevorrow, leikstjóri Jurassic Park 4, hefur staðfest orðróm um að ný risaeðla sem ekki kom fram í fyrstu þremur myndunum, muni koma við sögu í nýju myndinni. Leikstjórinn kallaði eðluna „ansi svala“ ( e. pretty cool ), og „töffara“ ( badass ) í nýju Podcast viðtali, sem hlusta má á hér neðar á síðunni.

Leikstjórinn staðfesti einnig orðróm um að myndin yrði frumsýnd sumarið 2015.

Trevorrow neitaði hinsvegar þeim orðrómi að tamdar risaeðlur yrðu í myndinni.

Leikstjórinn sagði í viðtalinu að fyrir sig væri gerð myndarinnar draumur sem væri að verða að veruleika, og hann og samstarfsmenn sínir væru að leggja hart að sér til að passa upp á öll smáatriði, eins og að hafa klærnar á risaeðlunum í réttri lengd og ýmis litbrigði á húð þeirra, sem nákvæmust.

Hlustaðu á leikstjórann hér fyrir neðan: