Nexus forsýning á Spider-Man!

The Avengers teymið er farið, Prometheus er lentur (kannski hrapaður?) og á meðan Batman er að gíra sig upp ætlar Spider-Man að halda okkur uppteknum eins og honum einum er lagið. Er það ekki bara fínasta mál?

Næstu helgi (29. Jún – 1. Júl) verða haldnar opnar forsýningar á stórmyndinni The Amazing Spider-Man en á föstudeginum verður ein betri en önnur. Hún er að sjálfsögðu á vegum vina okkar í Nexus.

Kvikmyndir.is notendur ættu að vita vel að Nexus talar alveg nákvæmlega sömu tungu og við þegar kemur að skemmtilegum bíóferðum.

Takið daginn frá. Föstudagurinn eftir viku í Smárabíói kl. 20:00. Miðasala er hafin, eingöngu í Nexus á Hverfisgötu 103 og er um hlélausa og textalausa sýningu að ræða.

Ykkur er lofað því að Andrew Garfield er svo góður í aðalhlutverkinu að gallarnir sem hrjáðu Tobey Maguire verða töluvert meira áberandi eftir að þið hafið séð þessa.

Góða skemmtun.