Warner með vísindaskáldskap í bígerð

Warner Bros hafa tilkynnt að þeir munu fjármagna stóra vísindaskáldskapsmynd sem ber nafnið The Wind og verður leikstýrt af Nic Mathieu. Nic hefur farið mikinn í auglýsingabransanum undanfarin ár en þetta verður frumraun hans í Hollywood.

David Koepp (sjá mynd hér fyrir neðan) mun skrifa handrit myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að Mission Impossible, Jurassic Park og War Of The Worlds. Kvikmyndanördar ættu að kannast við nafnið hans og því er óhætt að segja að við gætum átt von á góðu!

Eina sem við vitum um söguþráð myndarinnar er að hún mun gerast í geimnýlendu. Ljóst er að Warner hafa stigið á bensíngjöfina með þetta verkefni þar sem Paramount tilkynntu í gær að JJ Abrams myndi framleiða vísindaskáldskapsmynd á þeirra vegum. Warner Bros eru ekki vanir að fjármagna vísindaskáldskapsmyndir þannig að þetta kemur töluvert á óvart.

Stikk: