Ég birti fyrir stuttu samansafn af myndum sem gáfu út plaköt sem voru keimlík plakötum annarra mynda. Ljóst er að kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood er ekki sá hugmyndaríkasti í heimi. Barnamyndin SeeFood, eða Fjörfiskarnir, var frumsýnd á Íslandi á annan í jólum og vakti plakatið athygli mína.
Hér fyrir neðan má sjá plaköt á þremur myndum, SeeFood (2011), Shark Tale (2004) og Shark Bait (2006). Öll þessi plaköt voru einnig gefin út á íslensku og ensku þó svo að myndirnar hér fyrir neðan sýni önnur tungumál. Kannski er það bara ég en, þurfa allar hákarlamyndir að vera með eins plaköt ?