Jólasveinn kvikmyndaáhugamannsins, John McClane, óskar hér Kvikmyndir.is-lesendum – sem og öðrum landsmönnum – gleðilegrar hátíðar.
Gerð verður svona cirka tveggja daga jólapása á fréttaflæðinu (svo við fréttapennarnir getum einnig tekið okkar fjölbreyttu bíómaraþon á föðurlandinu) en í kringum annan í jólum hefjast alls konar skemmtilegheit og þar á meðal ætlum við að týna inn alls konar áramótalista. Til dæmis verður fljótlega hægt að sjá val ritstjóra á verstu myndum ársins, eftirminnilegustu atriðum ársins, kvalarfyllstu dauðdögum allra tíma í bíómyndum (þar sem fjölmargir notendur síðunnar voru sterkir álitsgjafar) og ýmislegt annað.
Hafið það ofsalega ljúft um hátíðirnar og verið dugleg að borða, sofa, knúsa og safna upp safaríku bíóáhorfi svo fríið sé nú almennilega réttlætanlegt og þess virði.
Bestu kveðjur.
PS. Ef þið ætlið ykkur að grípa góðar jólamyndir, reynið að forðast allt sem inniheldur Tim Allen, Ben Affleck eða Vince Vaughn.
Þakka ykkur einnig kærlega fyrir lesturinn á árinu sem bráðum fer að líða.