Keanu Reeves hefur fengið fjármögnun fyrir fyrsta leikstjóraverkefni sitt, Kung Fu myndina Man of Tai Chi. Reeves hefur langað til að gera myndina í dálítinn tíma og hefur nú fengið græna ljósið. Töku eiga að hefjast í febrúar og munu þær fara fram í Hong Kong, Beijing og Macau. Bardagalistamaðurinn og leikarinn Tiger Chen mun fara með aðalhlutverkið, og Reeves mun leika illmenni myndarinnar. Myndin veðrur bæði á Mandarin (kínversku) og ensku. Reeves hefur áður sagt eftirfarandi um verkefnið:
There’s 18 fights. We’ve timed it out. It’s about 40 minutes of fighting. I want to make a good, solid kung fu movie. Good story, good plot — but let’s get some good kung fu going!
„Það verða 18 bardagar. Við erum búin að tímasetja þá, það verða um 40 mínútur af slagsmálum. Ég vil gera almennilega kung fu mynd. Góð saga, gott plott – en komum Kuung fu-inu í gang!“
Reeves hefur ágætis þjálfun í bardagalistinni, m.a. frá vinnu sinni við Matrix myndirnar, og hefur greinilega ástríðu fyrir verkefninu. Áður en við sjáum Reeves í kínverskum ham munum við fyrst sjá hann í japönskum samúræ-gír í myndinni 47 Ronin sem kemur út á næsta ári. Er fólk að fíla að Reeves sé að tengjast betur asísku rótum sínum á hvíta tjaldinu?