Kvikmyndasíða birtir skemmtilegt kynningarmyndband

Heimasíðan Icelandic Cinema Online, sem opnaði í maí á þessu ári, og hefur fengið mjög góðar undirtektir erlendis, hefur nú birt skemmtilegt kynningarmyndband um heimasíðuna sem segir í stuttu máli um hvað síðan snýst.

Hér má segja að um verulega góða landkynningu sé að ræða, svo við hvetjum ykkur til að deila þessu myndbandi hér að neðan með erlendum kunningjum.
Á Icelandic Cinema Online má horfa á fjölmargar íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og stuttmyndir gegn vægu gjaldi.