Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands bjóða þingmönnum, embættismönnum og landsmönnum öllum í bíó. Sýndar verða nokkrar myndir eftir nemendur, í Bíó Paradís á degi menningarnætur, þann 20. ágúst kl. 16:00.
„Nemendur vilja með þessu sýna gæði skólans sem býður upp á ódýrasta kvikmyndanám í veröldinni. Hann hlaut aðild að hinum virtu CILECT samtökum fyrr í vor en um er að ræða alþjóðasamtök fremstu kvikmyndaskóla í heiminum,“ segir í tilkynningu frá skólanum.
„Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er boðuð sem heiðursgestur á sýninguna í ljósi nýfallinna ummæla hennar í hádegisfréttum RÚV þann 19. ágúst 2011, þar sem hún fullyrðir að skólanum standi til boða aukin fjárframlög, að nemendum verði tryggð námslán og samið verði um lausn.“
Með tilkynningunni fylgir eftirfarandi slóð þar sem farið er yfir nokkrar staðreyndir varðandi skólann:

