Grínistinn kampakáti Jonah Hill ætlar nú að reyna fyrir sér í leikstjórastólnum og hefur The Kitchen Sink orðið fyrir valinu. The Kitchen Sink lenti á Black List á síðasta ári, en það er listi yfir bestu óframleiddu handritin í Hollywood.
Myndin ku vera blanda af gríni, hrollvekju og hasar, en hún fjallar um unga stelpu, vampíru og uppvakning sem þurfa öll að vinna saman þegar blóðþyrstar geimverur gera innrás. Titillinn vísar í innihald myndarinnar, en höfundur þess segist sjálfur hafa tekið hluti úr vinsælustu myndum síðari ára og hent þeim í ruslakvörnina.
– Bjarki Dagur