Plakatið fyrir nýjustu mynd Friends leikarans David Schwimmer sem lék Ross, er komið út, en Schwimmer er leikstjóri myndarinnar.
Myndin, sem er spennumynd, fjallar um mál sem mörgum er hugleikið þessa dagana, þ.e. öryggi á internetinu.
Í myndinni segir frá hjónum, leikin af Clive Owen og Catherine Keener, sem búa í þægilegu og öruggu fjölskylduumhverfi, eða allt þar til dóttir þeirra lendir í klónum á netglæpamanni sem dulbýr sig sem unglingsstrákur. Eftir að dóttirin lendir í rifrildi við glæpamanninn, ákveður faðirinn að hefja leit að dónanum til að koma fram hefndum.