Árið 2010 voru seldir 1.560.438 miðar fyrir 1.474.535.620.- krónur í kvikmyndahús á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá SMÁÍS – Samtökum myndrétthafa á Íslandi, en árið í fyrra var stærsta árið í sögu kvikmyndahúsa á Íslandi frá upphafi. „Enn og aftur var met slegið og var 2010 stærsta árið í sögu kvikmyndahúsa á Íslandi sem er frábær árangur sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkjamarkaður þurfti að horfa fram á samdrátt frá árinu áður.
Avatar var lang stærsta mynd ársins og nær þeim einstaka árangri að vera stærsta myndin á Íslandi tvö ár í röð, sem hefur ekki gerst áður í sögunni. Teiknimyndir eru áberandi inná topp 20 og má nefna að Toy Story 3 var stærsta myndin vestanhafs árið 2010. Einnig láta gamlar kempur aftur sjá sig inná topp listanum í Expendables eftir nokkra ára fjarveru.
Þrjár Íslenskar myndir eru inná topp 20 eins og fyrri ár og nær Bjarnfreðarson þeim heiðri að vera stærsta Íslenska myndin á árinu en næst kemur Algjör Sveppi og Dularfulla Hótelherbergið og svo Mamma GóGó. Hlutdeild Íslenskra mynda var tæplega 11% sem er smá aukning frá 2009 og sýnir það að Íslenskar myndir eru að halda hlutdeild sinni meðal erlendra risa.
Ísland er með ódýrari löndum til að fara í kvikmyndahús og var meðalverð í bíó 945.kr. sem er sambærilegt og gerist í Bandaríkjunum þar sem meðalverðið var 935.kr. miðað við gengið í dag.
Árið 2011 verður frábært ár fyrir Íslendinga til að kíkja í næsta kvikmyndahús og njóta gæða eins og þau gerast best í heiminum,“ segir í tilkynningunni frá Smáís.
Hérna er listi yfir 20 stærstu myndir ársins 2010 á Íslandi.