Page 23 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

23 myndir mánaðarins

Shame - The Double

Það eru þeir Richard Gere og Topher Grace sem fara með aðalhlutverkin í þessum spennutrylli þar sem hver féttan rekur aðra og ekkert er eins og það sýnist.

Þegar bandarískur þingmaður er myrtur um hábjartan dag á götu úti benda öll verksummerki til að morðinginn sé gamall kunningi bandarísku leyniþjónustunnar sem á árum áður starfaði fyrir Sovétríkin og var alræmdur fyrir aftökur sínar.

Vandamálið er að þessi tiltekni morðingi er talinn hafa verið skotinn til bana af leyni-þjónustumanninum Paul Shepherdson sem eyddi lunganum af starfsævi sinni í að eltast við hann.

Til að rannsaka málið er ungum alríkislögreglu-manni, Ben Geary, falið að starfa með Paul og komast að því í eitt skipti fyrir öll hvað gerðist þegar morðinginn á að hafa látið lífð.

Og í þeirri rannsókn kemur ýmislegt óvænt upp á yfrborðið ...

The Double

Óvinurinn er nær en þig grunar

spenna

Aðalhlutverk: RichardGere, TopherGrace, MartinSheen, TamerHassanogStephen Moyer Leikstjórn: Michael Brandt Útgefandi:

Myndform

• The Double er fyrsta myndin sem Michael Brandt leikstýrir sjálfur en hann hefur notið velgengni sem handritshöfundur og skrifaði m.a. handritin að myndunum

3:10 To Yuma , 2 Fast 2 Furious og

Wanted .

PUNKTAR ........................

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** *** ****

rt of GettingBy.

Önnur mynd breska kvikmyndagerðarmannsins Steve McQueen ( Hunger ) hefur hlotið frábæra dóma og vakið gríðarlega athygli enda bersögul og djúp mannlífsstúdía fyrir fullorðna.

Það eru þau Michael Fassbender ( Dangerous Method, Haywire, X-Men: First Class ) og Carey Mulligan ( Drive, An Education, Brothers ) sem fara á kostum í hlutverkum systkina sem eru ekki öll þar sem þau eru séð.

Brandon Sullivan býr í New York og er ágætlega stæður viðskiptamaður sem við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og höndla það alveg ágætlega.

En Brandon glímir við veikleika sem litar líf hans verulega þegar venjubundnum störfum sleppir. Hann er nefnilega forfallinn kynlífsfíkill og á sú fíkn hans heldur betur eftir að hafa alvarlegar afeiðingar ...

Shame

Mögnuð mynd sem gleymist seint

• Myndin var öll tekin upp þar og þegar hún gerist, þ.e. í New York, á 25 dögum.

• Shame hefur hlotiðmargvíslegar viðurkenningar og verðlaun, bæði fyrir leikstjórn, handrit og leik enMichael Fassbender var m.a. tilnefndur til bæði Golden Globe- og BAFTA-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt.

Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Carey Mulligan, James Badge Dale, Nicole Beharie og AlexManette Leikstjórn: SteveMcQueen

Útgefandi: Myndform Drama

PUNKTAR ..........................

.

Page 23 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »