Page 24 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

24 myndir mánaðarins

• Mike Mitchell, leikstjóri Alvins og íkornanna 3 , er einn af höfundum hinna kostulegu teiknimyndaþátta um Svamp Sveinsson .

• Handritshöfundar Alvins og íkornanna eru hins vegar þeir Glenn Berger og Jonathan Aibel sem skrifuðu einnig myndirnar um

Kung Fu -pönduna og hlutu Emmy-verðlaunin fyrir handritsgerð sína að King of the Hill -þáttunum.

• Jason Lee, sem leikur Dave, hefur leikið í mörgum góðum myndum en er líka þekktur fyrir hlutverk sitt sem Earl í þáttunum

My Name is Earl.

Alvin og íkornarnir 3

PUNKTAR ............................................

Alvin og íkornarnir 3

Gaman

Útgáfudagur: 18. apríl

Veistu svarið?

Sá sem talar fyrir Alvin, Justin Long, hefur leikið í mörgum góðum myndum, þar á meðal í hrollvekjunni Drag Me To Hell árið 2009 þar sem hann lék unnusta ungrar konu, Allison, sem lenti heldur betur í hremmingum eftir að gömul kona lagði á hana bölvun. Hver lék Allison?

Aðalhlutverk: Anna Faris, Matthew Gray Gubler, Christina Appelgate, Alyssa Milano, Justin Long og David Cross

Leikstjórn: Mike Mitchell Útgefandi: Sena

Strandaðir á eyðieyju

Alvin og krúttlegu félagarnir hans fmm eru mættir aftur til leiks og hafa aldrei verið hressari, kátari, stríðnari og hræddari.

Fyrsta myndin um Alvin og íkornana var gerð árið 2007 og sló hressilega í gegn, enda frábær barnamynd sem höfðaði einnig sterkt til fullorðinna. Húmorinn er kostulegur, persónurnar sprelllifandi og blöndun teikninga og leikinna atriða einstaklega vel gerð.

Í þetta sinn lenda Alvin og félagar hans í sínu stórkostlegasta ævintýri til þessa þegar Dave, velgjörðarmaður þeirra, ákveður að bjóða þeim með í siglingu um suðræn höf á lúxussnekkju.

Gamanið kárnar hins vegar þegar leikur íkornanna með fugdreka einn, stóran og mikinn, endar með því að hann sviptir þeim fyrir borð og lendir ekki fyrr en lúxussnekkjan er horfn út í buskann.

Sem betur fer komast þau öll í land á eyju sem í fyrstu virðist í eyði. Þar með hefst ævintýri númer tvö í einni og sömu myndinni en vandamálið í þetta sinn er að það er ekki víst að Alvin og hinir íkornarnir eigi nokkurn tíma eftir að komast heim aftur.

Page 24 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »