Page 22 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

22 myndir mánaðarins

Aðalhlutverk: Salvatore Cascio, Philippe Noiret og Jacques Perrin Leikstjórn: Giuseppe Tornatore Útgefandi:

Myndform

Cinema Paradiso , eða Paradísarbíóið , er eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar, mynd sem allir sem unna kvikmyndum og vilja hafa yfrsýn yfr kvikmyndasöguna þurfa að hafa séð. Hún hlaut Óskarsverðlaunin árið 1990 sem besta erlenda mynd ársins og er fyrir löngu komin á stall með klassískum kvikmyndaverkum.

Paradísarbíóið segir sögu þekkts kvikmynda-gerðarmanns sem snýr aftur eftir 30 ára fjarveru á æskuslóðirnar í litlum bæ á Sikiley og rifjar um leið upp sögu sína, kynni sín af kostulegum bæjarbúunum og minninguna um það hvernig hann komst fyrst í kynni við kvikmyndirnar. Myndin er nú loksins endurútgefn á DVD og vonandi lætur enginn hana fram hjá sér fara.

gaman

Cinema Paradiso

2.

íl

Fjörfskar - Cinema Paradiso

Fjörfskar er litrík og vel gerð teiknimynd og er tilvalin skemmtun fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Í myndinni fáum við kynnast litla bambus-hákarlinum Pub sem er þeim hæfleikum gæddur að hann getur lifað og gengið á þurru landi í allt að tólf tíma áður en hann þarf að fara aftur út í sjó.

Dag einn verður Pub fyrir miklu áfalli þegar óprúttnir ræningjar kafa niður að kóralrifnu hans og ræna næstum því öllum péturs-skipunum sem þar voru, en svo nefnast egg hákarla.

Hann einsetur sér að endurheimta hina hjálparlausu bræður sína og systur þótt það kosti hann hættuför upp á þurrt land sem óvíst er að hann eigi afturkvæmt úr.

Að sjálfsögðu ákveða vinir hans að hjálpa til, þar á meðal hinn stóri og sterki Júlíus sem veit að það er undir honum komið að Pub komist aftur heim ...

Fjörfskar

Þennan hákarl stöðvar enginn!

• Bambushákarlar eins og Pub litli eru stundum kallaðir langhalar. Þeir lifa í tiltölulega grunnum sjó, aðallega við kóralrif, og geta í raun „gengið“ á þeim með því að nota uggana eins og önnur dýr nota fæturna.

Teiknimynd með íslensku tali Höfundur: Go Aun Ho Útgefandi: Samflm

Gaman

PUNKTAR ............................

Heimsreisufélagarnir fjórir, f.v.: Ingvar Bjarki Einarsson, Hilmar Örn Hergeirsson, Jón Þór Kristjánsson og Arnór Hillers. Lesið viðtalið við þá á Grefllinn.com.

Ritstjóri Mynda mánaðarins,sá semþettaskrifar, er nú umstundir staddur í Kína, skrifar þettablað þar og nýtir sér þarmeðmögu-leika fjarvinnslu-nnar í gegnum Netið.

Ég er staddur í borg sem heitir Guilin og er í Guangxi-héraði, en borgin er í um 520 kílómetra fjarlægð norðvestur af Hong Kong, þ.e. í beinni fuglínu.

Þessa ungu menn, sem hér sjást á myndinni, hitti ég fyrir skömmu hér í Guilin en þeir eru í 14 vikna heimsreisu sem hófst þann 30. janúar og lýkur við heimkomu þann 9. maí.

Ég fékk þá félaga til að segja mér frá ferðinni hingað til, meðal annars frá reynslu þeirra af kvikmyndahúsum sem þeir hafa heimsótt í ferðinni, myndunum sem þeir sáu, auk almenns spjalls um kvikmyndir og tónlist.

Viðtalið við þá er að fnna á heimasíðunni Grefllinn.com. Kíkið á það.

Heimsreisa!

Page 22 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »