Page 9 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

9 myndir mánaðarins

Saman á ný

Bíófréttir

Will Smith hefur ekki sést á hvíta tjaldinu síðan 2008 þegar hann lék í myndunum Hancock og Seven Pounds . Á því verður breyting núna í maí þegar nýjasta mynd hans, Men in Black III , verður frumsýnd. Hann er nú einnig að leika í næstu

mynd M. Nights Shyamalan, After Earth , ásamt syni sínum Jaden, en þeir léku síðast saman í myndinni

The Pursuit of Happiness árið 2006.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Will og eiginkonu hans, Jödu Pinkett Smith, og börnum þeirra, Willow (11 ára) og Jaden (13 ára) þar sem þau sóttu leik körfubolta-liðanna Philadelphia 76ers og Miami Heat, en Will er frá Philadelphiu og mikill stuðningsmaður síns liðs. Ekki var annað að sjá en að hamingjan ein ríkti hjá fjölskyldunni sem hefur þurft að glíma við orðróm um að hjónaband þeirra Wills og Jödu stæði á brauð-fótum. Á það hafa þau bæði blásið.

Fjögurraárafríi lokið

Martin Scorsese tilkynnti á dögunum að hann og Leonardo DiCaprio myndu starfa saman enn á ný því Leonardo hefði nú endanlega verið ráðinn til að fara með aðalhlutverkið í næstu mynd hans, The Wolf of Wall Street , en orðrómur um þetta hefur gengið lengi án þess að fást staðfestur. Þetta verður fmmta myndin sem þeir félagar gera saman.

Enn sem komið er er Leonardo eini leikarinn sem staðfest hefur verið að fari með hlutverk í myndinni en hún er byggð á sjálfsævisögu Josephs Belfort, verðbréfamiðlara á Wall Street, sem lifði hátt á tíunda áratug síðustu aldar svo ekki sé meira sagt. Tökur munu hefjast í ágúst.

Þess má geta að Leonardo er upptekinn í þessum skrifuðu orðum við tökur á nýjustu mynd Quentins Tarantinos, Django Unchained , sem frumsýna á í lok desember á þessu ári. Við sjáum til hvort það stendur.

Þótt enn séu um sjö mánuðir þar til aðdáendur Twilight -seríunnar fá að sjá seinni hluta Breaking Dawn -myndarinnar er fyrsta stiklan þegar komin á netið. Að vísu er um að ræða nokkurs konar örstiklu því hún er aðeins 15 sekúndur að lengd.

Samt ... það styttir kannski biðina eitthvað að sjá þetta örstutta skot úr myndinni sem mun leiða í ljós hver verða afdrif barns þeirra Edwards og Bellu og hvort þeim takist að bjarga því frá þeim örlögum sem úlfahjörðin ætlar því.

Ekki vitum við hvort stiklan verður sýnd í bíó en Twilight-fólk getur örugglega leitað hana uppi á Netinu.

Eins og festir vita þá verður myndin

Mirror Mirror frumsýnd núna í apríl, en þar er um að ræða gamansama útgáfu af sögunni klassísku um Mjallhvíti og dvergana sjö.

Það vita kannski færri að það er önnur mynd á leiðinni í bíó í sumar sem einnig er byggð á ævintýrinu. Sú mynd heitir

Snow White and the Huntsman og er mun alvarlegri útgáfa af sögunni en

Mirror Mirror . Í henni leikur Charlize Theron drottninguna vondu, Chris Hemsworth leikur prinsinn og Kristen Stewart úr

Twilight -myndunum leikur Mjallhvíti.

Stiklan úr myndinni er komin á netið og hún er sannarlega þess virði að fólk fnni hana og sjái því hún gefur til kynna stórkostlega kvikmynd, framar festu sem menn hafa séð. Það verður að minnsta kosti fróðlegt að sjá hvor myndin nær meiri hylli kvikmyndahúsa-gesta, sú gamansama eða sú alvarlega.

F yrsta

stiklan

komin

Ö nnur M jallhvít

Page 9 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »