This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »Bíófréttir
10 myndir mánaðarins
Batman Rises í 240 mínútur?
Þriðja og síðasta mynd Christophers Nolan um Batman,
Batman Rises , er nú í lokavinnslu en hún verður væntanlega frumsýnd í júlí eða ágúst og verður örugglega einn af stærri sumarsmellunum í ár. Í aðalhlutverkum eru þau Christian Bale, Michael Cane, Gary Oldman, Anne Hathaway, Tom Hardy, Joseph Gordon-Levitt og Marion Cotillard.
Eftir sigurgöngu Batman Begins og síðan The Dark Knight eru miklar væntingar gerðar til þriðju myndarinnar sem menn vona að verði sú besta af þeim öllum. Myndin var á dögunum forsýnd á lokaðri sýningu fyrir helstu aðstandendur og í ljós kom að fyrsta klipping hennar er hvorki meira né minna en fjórar klukkustundir að lengd.
Það er ekki þar með sagt að endanlega útgáfan sem kemur í bíó verði þetta löng, enda var bara um prufusýningu að ræða en óneitanlega eru menn nú að spyrja sig að því hvort myndin verði kannski sýnd í tveimur hlutum. Framleiðendur eru hins vegar þöglir sem gröfn. Við sjáum hvað setur.
Það er óhætt að segja að stiklurnar sem þegar hafa birst úr nýjustu myndinni um kóngulóarmannin, The Amazing Spider-Man , lof góðu. Myndin verður frum-sýnd í Bandaríkjunum þann 3. júlí og væntanlega á svipuðum tíma hér á landi og í þetta sinn er það Andrew Garfeld sem leikur titilhlutverkið, en Andrew lék síðast félaga Marks Zuckerberg, Eduardo Saverin, í Óskarsverðlaunamyndinni
The Social Network .
The Amazing Spider-Man er leikstýrt af Marc Webber og er alveg sjálfstæð saga, þ.e. ekki framhald af þeim myndum sem gerðar hafa verið um ofurmennið hingað til. Rauði þráðurinn er leit Peters Parker að sannleikanum um afdrif foreldra sinna en sú leit leiðir hann til Curt Connors, fyrrverandi samstarfsmanns föður Peters, en Curt þessi er líka hin ógnvekjandi Eðla ( The Lizzard ) sem kóngulóarmaðurinn þarf síðan að glíma við.
Annars segja afar góðar stiklurnar úr myndinni allt sem segja þarf um það sem koma skal og eru aðdáendur kóngulóarmannsins hvattir til að kynna sér þær.
í byrjun júlí
American Pie: Reunion var forsýnd í Hollywood þann 20. mars og við það tilefni tilkynnti einn aðalleikarinn, Seann William Scott, að hann væri búinn að trúlofa sig. Sú heppna heitir Lindsay Frimoth og er fyrirsæta sem m.a. hefur vakið mikla athygli í störfum sínum fyrir Victoria’s Secret.
Annars segir Seann sjálfur að það sé hann sem sé sá heppni. „ Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvað ég gerði til að verðskulda hana. Ég var bara heppinn að hún skyldi ekki hafa séð American Pie því ég er ekki viss um að hún hefði einu sinni viljað tala við mig þá. “
Sagan hermir að Seann haf beðið Lindsay að trúlofast sér á sjálfan Valentínusardaginn og gert allt til að hafa daginn sem rómantískastan. Það hefur sennilega hjálpað.
Trúlofaður
This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »