This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »Bíófréttir
Menn fara ýmsar leiðir til að auglýsa myndir sínar og að undanförnu hefur leikarinn Sacha Baron Cohen verið ákafega duglegur við að auglýsa nýjustu mynd sína, The Dictator , en hún fjallar um einræðisherra sem gerir allt til að koma í veg fyrir að lýðræðið nái fótfestu í landinu sem hann er einráður í.
Skemmst er að minnast þegar Sacha mætti á Óskarsverðlaunahátíðina í fullum skrúða einræðisherrans og hellti ösku yfr Ryan Seacrest sem var að taka viðtal við hann. Mæltist það uppátæki misvel fyrir. Á dögunum mátti svo sjá þessar stóru auglýsingar á veggjum Figueroa-hótelsins í Los Angeles og fóru þær varla fram hjá neinum sem átti leið um. Myndin um einræðisherrann verður frumsýnd í maí og bíða menn spenntir eftir útkomunni en á meðal helstu leikenda fyrir utan Sacha sjálfan eru þeir John C. Reilly og Ben Kingsley.
Að vera leikari í Hollywood snýst ekki bara um að mæta á sviðið og fara með línurnar heldur fylgir starfnu oft sú aukaskylda að fara um víðan völl og kynna myndina fyrir væntanlegum áhorfendum.
Á þessari mynd má sjá þau Charlize Theron og Michael Fassbender þar sem þau sátu á dögunum fyrir svörum á Wonder-Con ráðstefnunni í Kaliforníu, en hana sækja þeir sem hafa áhuga á alls kyns vísinda- og teiknimynda-skáldskap. Þau voru mætt til að kynna myndina
Prometheus og sitja fyrir svörum, en óhætt er að fullyrða að eftir fáum myndum er beðið af jafnmiklum spenningi og henni.
Fyrir þá örfáu sem þetta lesa og vita ekki hvaða mynd þetta er þá skal það upplýst að Prometheus er nýjasta mynd Ridleys Scott, en hún var m.a. tekin upp hér á Íslandi í fyrra, nánar tiltekið í nágrenni Heklu og Dettifoss og í Vatnajökulsþjóðgarði. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er nýkomin á netið ný stikla úr myndinni þar sem Dettifoss og íslenskt landslag spilar stórt hlutverk.
8 myndir mánaðarins
P r o m e t h e u s k ynnt
This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »